Bragi Bragason

(þarf að skrifa þennan texta) Sýningin, sem haldin er í samvinnu við Svavarssafn á Höfn í Hornafirði, fjallar um skörun á jarðsögulegum og mennskum tíma. Rannsóknarferlið hefur snúist um speglun á tveimur trjám frá ólíkum tímum og stöðum. Í verkunum á sýningunni birtast trjáleifar sem fundust við rætur Breiðamerkurjökuls og hafa verið grafnar í jarðvegi þar í um þrjú þúsund ár og leifar af fornu tré í Sagehen skóginum í Sierra Nevada fjöllum Kaliforníu. Bjarki hefur í rannsókn sinni átt samtal við einstaklinga í ólíkum fögum á borð við jarðfræði, líffræði og fornleifafræði og tekið þátt í leiðangri á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og átt vinnustofudvöl við Sagehen Creek Field Station, hluta af Kaliforníuháskóla í Berkeley í rannsóknarskóginum í Sagehen.

Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar alþjóðlega. Verk hans eru m.a. í safneign Listasafns ASÍ, Nýlistasafnsins, Listasafns Íslands, Gerðarsafns, stofnana og einkasafna á Íslandi og erlendis. Á meðal einkasýninga má nefna Past Understandings í Listasögusafni Vínarborgar, Desire Ruin í Náttúrufræðisafni Vínarborgar, The Sea við Schildt Stofnunina í Finnlandi og Hluti af hluta af hluta í Listasafni ASÍ 2012. Bjarki hefur tekið þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Gerðarsafni, Listasafni Reykjavíkur, Malmö Konsthall, Hverfisgalleríi, Human Resources í Los Angeles, Etagi Projects í St. Pétursborg og St. Paul Street Gallery í Auckland University of Technology og víðar.

Next
Next

Hildigunnur Birgisdóttir